Fréttir

Sund | 4. desember 2007

Erla Dögg stefnir á ÓL lágmark

Erla Dögg Haraldsdóttir ætlar núna um helgina að gera atlögu að því að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana á móti sem fram fer um komandi helgi í Hollandi. Hún er þar með hluta af landsliði Íslands, og hefur sett stefnuna á lágmark og toppárangur. Erla Dögg hefur verið í góðum gír að undanförnu þannig að gaman verður að fylgjast með henni í keppni á Dutch Swim Cup.


Keppnisgreinar hennar á mótinu eru 200m fjórsund (föstudagur), 50m bringusund (laugardagur), 100m bringusund (sunnudagur).

Startlisti mótsins virðist vera mjög sterku en hægt er að fylgjast með beinum úrslitum á netinu: Hér