Erla Sigurjónsdóttir er sundmaður mánaðarins í Landsliðshópi
Erla Sigurjónsdóttir – Landsliðhópur
1) Hve lengi hefur þú stundað sund?
Ég byrjaði að æfa þegar ég byrjaði í fyrsta bekk en ég fór alltaf á sundnámskeið þegar ég var yngri og svamlaði í sundlauginni hjá ömmu minni svo ég hef verið í vatni síðan ég man eftir mér.
2) Hve margar æfingar stefnir þú á að ná á viku núna?
9-10 sundæfingar 5 þrekæfingar og 1 yogatími ef allt gengur vel
3) Hvaða aðrar æfingar stundar þú til þess að hjálpa þér í sundinu?
Ég hef verið að fara fyrr upp úr til þess að lyfta aukalega, telst það með? Annars æfi ég ekkert aukalega, finnst það sem þjálfarinn gefur mér alveg nóg.
4) Hvaða markmiði ert þú að vinna að fyrir næstu 6 mánuði?
Er að vinna í því með Anthony og einkaþjálfaranum að byggja mig meira upp fyrir spretti svo ætli það sé ekki helsta markmiðið mitt, að verða sterkari til að bæta mig meira í aðalgreinunum mínum.
5) Hvaða markmiði ert þú að vinna að fyrir næstu tvö ár?
Eftir 2 1/2 ár mun ég útskrifast úr FS svo ætli það sé ekki bara að verða nógu góð til að komast inn í skóla í Ameríku :)
6) Hver er besta upplifun sem þú hefur átt með sundliðinu?
Þau eru svo mörg, þessi íþrótt er svo mikið félagsskapurinn. Bestu minningarnar eru samt untanlandsferðirnar með liðinu, mér fannst Danmerkurferðin mjög skemmtileg. Hún var öðruvísi en aðrar æfingarferðir með liðinu að því leiti að okkur var skipt í hópa svo við kynntumst yngri sundmönnum mikið betur. Þessi ferð þjappaði liðinu vel saman :)
7) Hvaða mót sem þú hefur farið á heldur þú mest upp á?
Auckland age group championships. Það var svona eins og AMÍ í Auckland sem er í Nýja Sjálandi
8) Hvaða sund eða annan árangur hefur þú verið ánægðust með?
Mér finnst ég enn ekki hafa afrekað eitthvað svakalegt en ætli það skemmtilegasta hafi ekki verið að verða aldursflokkameistari í 100 og 200 flug og vinna brons og silfur í Auckland þó ég hafi verið með mjög slæma flugþreytu.
9) Hverjar eru uppáhalds greinarnar þínar?
50 og 100 flug
10) Hvað fær þig til þess að vakna á morgnanna og mæta á æfingu?
Stundum velti ég þessu fyrir mér sjálf en þegar manni gengur vel á mótum er það þess virði að vakna fyrir allar þessar morgunæfingar :)
11) Til hvaða sundmanna lítur þú mest upp til?
Mér fannst nú Jón Margeir Sverrisson standa sig ansi vel á ólympíuleikum fatlaðra :) Annars eru það bara þessi venjulegu eins og Michael Phelps, Sarah Sjöström og ekki má gleyma Shelly Ripple haha
12) Til hverja utan við sundið lítur þú mest upp til?
mömmu og pabba
13) Hvert í heiminum langar þig mest til þess að ferðast?
Mig langar ýkt mikið til Grikklands eða Japan
14) Er eitthvað annað en sund sem þú hefur ástríðu fyrir?
Ég elska að ferðast
15) Hver er uppáhalds bókin þín og bíómynd?
Veit ekki alveg, svo mikið að velja úr. Var að lesa Hunger Games þær eru góðar. Uppáhalds bíómyndirnar mínar eru Harry Potter, Stardust, Fríða og dýrið, Pirates of the Caribbean og margar fleiri get ekki valið bara eina haha
16) Hvert er uppáhalds nammið þitt?
Allt nammi :D... nema það sé appelsínubragð af því
16) Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í einu orði?
Upptekin haha
17) Hver er uppáhalds teiknimyndapersónan þín, úr bókum, sjónvarpsþáttum eða bíómyndum?
Svampur Sveinson