Erla Sigurjónsdóttir valin í landslið fyrir Ísland-Færeyjar keppnina um helgina
Erla Sigurjóndóttir var valin í landslið fyrir Ísland-Færeyjar keppnina sem fer fram núna um helgina.
Erla var valin til þess að keppa í 100 m flugsundi og var valið byggt á sterkum tímum hennar frá síðasta tímabili og vinnusemi hennar.
Þetta er í fyrsta sinn sem Erla er valin í landslið. Í landsliðinu sem er mjög sterkt í opnum flokki eru aðeins 8 strákar og 8 stelpur.
Við óskum henni góðs gengis í fyrsta landsliðsverkefninu um helgina.