Fréttir

Eydís Ósk sundmaður mánaðarins í Landsliðshópi
Sund | 2. júní 2013

Eydís Ósk sundmaður mánaðarins í Landsliðshópi

Sundmaður maímánaðar í Landsliðshópi er Eydís Ósk Kolbeinsdóttir. Á myndinni er Eydís (t.v.) með Söndru Ósk sundmanni mánaðarins í Keppnishópi. 

1) Hve lengi hefur þú stundað sund?
Ég byrjaði að æfa sund þegar ég var á fimmta ári, fékk mér svo pásu þegar ég var sjö ára og byrjaði svo aftur átta ára og hef æft sund síðan þá.

2) Hve margar æfingar stefnir þú á að ná á viku núna?
Átta sundæfingar, þrjá þrektíma og yoga.


3) Hvaða aðrar æfingar stundar þú til þess að hjálpa þér í sundinu?
Þrek, yoga og theraband. 

4) Hvaða markmiði ert þú að vinna að fyrir næstu 6 mánuði?
Halda áfram að ná betri og betri árangri.

5) Hvaða markmiði ert þú að vinna að fyrir næstu tvö ár?
Ná lágmarki/lágmörkum á EYOF.

6) Hver er besta upplifun sem þú hefur átt með sundliðinu?
Danmerkurferðin 2012.

7) Hvaða mót sem þú hefur farið á heldur þú mest upp á?
AMÍ 2012.

8) Hvaða sund eða annan árangur hefur þú verið ánægðust með?
Fyrsta Íslandsmetið mitt í sundi.

9) Hverjar eru uppáhalds greinarnar þínar?
1500 og 800 skrið, 400 fjór og 200 bak.

10) Hvað fær þig til þess að vakna á morgnanna og mæta á æfingu?
Síminn minn og tilhugsunin um að verða betri.

11) Til hvaða sundmanna lítur þú mest upp til?
Michael Phelps og Missy Franklin.

12) Til hverja utan við sundið lítur þú mest upp til?


Mömmu minnar.

13) Hvert í heiminum langar þig mest til þess að ferðast?


Ameríku eða Afríku.

14) Er eitthvað annað en sund sem þú hefur ástríðu fyrir?


Myndlist og dýr aðallega hestar og hundar.

15) Hver er uppáhalds bókin þín og bíómynd?


Bækurnar Rökkurhæðir en hef enga sérstaka bíómynd í uppáhaldi.

16) Hvert er uppáhalds nammið þitt?
Hvítt súkkulaði og peanut butter mm.

17) Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í einu orði?


Skemmtileg og fyndin.

18) Hver er uppáhalds teiknimyndapersónan þín, úr bókum, sjónvarpsþáttum eða bíómyndum?
Lúlli úr ísöld og gulu karlarnir úr myndinni aulinn ég.