Fréttir

Sund | 23. júní 2007

Ferðadagbók hjólreiðakappa.

 
Ferð okkar hófst frá Sundmiðstöð Reykjanessarbæjar kl 07:00 föstudaginn 22.júní. 3 sterkir hjólamenn hófu ferð á fyrsta áfangastað.Akranes, en þar átti að borða mat um hjá foreldrum Halla.  Fyrst hittumm við  fréttamann VF sem tók myndir og viðtal en síðan var farið að göngunum þar sem ég tók hjólin í kerru og keyrði þá  í gegnum þau. Á þessari stundu fannst mér hann Ingi Þór vera orðin svolítið þreyttur og varð ég að hjálpa honum að Akranesi þar sem hannviðurkenndi að hann væri ekki tilbúinn í þetta , en svona er þetta bara. Nú við borðuðum rosalega góðan mat hjá foreldrum Halla en síðan var hjólað að bæ sem heitir Borgir þar sem hjólin voru geymd og við fórum til baka í Borgarnes til að sofa og borða. Í hópinn bættist síðan góður maður frá Akranesi, hann Guðgeir hinn mikli sundmaður frá ÍA til að hjóla með okkur í 2 daga. Við borðuðum góðan mat sem Halli sá um og fórum í háttin snemma enda menn þreyttir ( en ekki ég bara að keyra ha ha). Nú í dag var vaknað snemma kl 06:00 drukkið kaffi og með því en við ættlum að byrja ferð kl 07:00 frá bænum Borgir. Bless í bili. :-)
 
Kv. Jón Kr.