Ferðin í Húsdýragarðinn
Kæru foreldrar og sundmenn
Farið verður í Húsdýragarðinn með alla sundmenn 12 ára og yngri föstudaginn 26. september. Heimkoma kl. 19:00. Brottför og heimkoma er frá sundlauginni þar sem þið æfið. Brottför: Sundmiðstöðin kl. 14:15, Njarðvíkurskóli kl. 14:25 og Akurskóli kl. 14:40. Kostnaður er 1500- kr. (rúta + aðgangur). Rukkað við brottför. Taka skal með sér hollt nesti sem við snæðum í garðinum. Einnig er gaman að taka með sér smá fuglabrauð 1- 2 brauðsneiðar , til að gefa öndunum í fjölskyldugarðinum. Kv. Þjálfarar.