Fréttir

Sund | 4. júlí 2008

Fimm aldursflokkamet og lágmark á EMU

Fyrsta mótshlutanum í Bikarkeppni Íslands í sundi er lokið í Vatnaveröld í Reykjanesbæ.

Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, ÍRB, náði lágmarki á Evrópumeistaramót unglinga, EMU. Davíð synti 100 metra baksund á tímanum 00:59.57 en miðað er við að sundmenn komist undir tímann 1:00.61 til að öðlast þátttökurétt á EMU sem haldið verður í lok mánaðarins.

Kristinn Þórarinsson, 12 ára, Fjölni, sló fjögur gömul sveinamet í tveimur greinum. Hann synti 100 metra skriðsund á tímanum 01:05.84 og setti í leiðinni met í 50 metra skriðsundi með millitímanum 00:31.04. Metið í 50 metra skriðsundi átti Hrafn Traustason, Sundfélagi Akraness, frá 2004 með tímanum 00:31.13 og metið í 100 metra skriðsundi setti Svavar Skúli Stefánsson, SH, árið 2002 þegar hann synti á tímanum 01:09.49. Kristófer Sigurðsson, ÍRB, jafnaði það árið 2007.

Kristinn Þórarinsson setti svo sveinamet í 100 metra baksundi þegar hann synti á tímanum 01:15.32 og í leiðinni setti hann sveinamet í 50 metra baksundi með tímanum 00:36.61. Gamla metið í 100 metra baksundi átti Strahinja Djuric, Ármanni, með tímanum 01:19.14 og Þórir Gunnar Valgeirsson, Óðni átti gamla metið í 50 metra baksundi á tímanum 00:39.17 frá árinu 2003.

Eitt aldursflokkamet féll í 4x100 metra fjórsund boðsundi. Það var stúlknasveit SH sem setti metið á tímanum 04:37.15. Sveitina skipa Berglind Friðriksdóttir, Hrafnhildur Lúthersdóttir,  Snjólaug Tinna Hansdóttir og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir. Þær áttu sjálfar gamla metið frá því 6. apríl 2008 en það var á tímanum 04:38.55.
 
Átta lið taka þátt í Bikarkeppninni að þessu sinni, sex í fyrstu deild og tvö í annarri deild, bæði í flokki karla og kvenna. Sundmenn Óðins, KR, Sundfélags Akraness, ÍRB, Ægis og SH synda í fyrstu deild. Í annarri deild keppa sundlið Fjölnis og Hamars. Alls eru þetta tæplega 200 sundmenn.

Stigastaðan í lok 1. hluta Bikarkeppninnar er eftirfarandi:

1. deild kvenna 1. deild karla
1. Íþróttabandalag Reykjanesbæjar, ÍRB 5.802
2. Sunddeild KR 5.572
3. Sundfélagið Ægir 5.454
4. Sundfélag Hafnarfjarðar, SH 5.399
5. Sundfélagið Óðinn 4.937
6. Sundfélag Akraness, ÍA 4.771
1. Íþróttabandalag Reykjanesbæjar, ÍRB 5.765
2. Sundfélag Hafnarfjarðar, SH 5.472
3. Sundfélagið Ægir 4.926
4. Sunddeild KR 4.823
5. Sundfélag Akraness, ÍA 4.683
6. Sundfélagið Óðinn 3.717
2. deild kvenna 2. deild karla
1. Sunddeild Fjölnis 3.339
2. Hamar, sunddeild 683

1. Sunddeild Fjölnis 3.341


 

Myndin sýnir boðsundsveit SH. Frá vinstri: Berglind Friðriksdóttir, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Snjólaug Tinna Hansdóttir og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir.

Davíð Hildiberg á leiðinni á EMU!