Fréttir

Sund | 27. september 2009

Fín frammistaða á fyrsta sundmótinu

Ágætis árangur náðist á fyrsta móti sundársins, sundmóti Ármanns.  Sundmenn úr ÍRB yngri voru í fínu stuði í Laugardalslauginni um helgina.  Flest allir sundmennirnir náðu að bæta sinn fyrri árangur og oftar en ekki voru einn til þrír fulltrúar frá ÍRB í verðlaunasætum.  Mótið gefur góð fyrirheit fyrir komandi tímabil þar sem ÍRB-liðar ætla líkt og mörg undanfarin ár að halda áfram að marka spor sín í íslenska sundsögu með afgerandi hætti.