Fínn árangur á B - móti KR
Nú þegar að B-móti KR er lokið stendur helst upp úr hjá mér hversu vel krakkarnir stóðu sig á mótinu. Ekki bara í sundinu heldur líka hversu prúð og góð þau voru. Foreldrar fá einnig hrós og þakka ég þeim fyrir hjálpina á mótinu.Þrír einstaklingar unnu til verðlauna á mótinu í flokki 12.ára, þau Alexander, Guðjón og Elínora. Einnig vorum við ofarlega í öllum greinum 10. ára og yngri en þar voru ekki veitt verðlaun fyrir sæti. Í boðsundinu stóðu krakkarnir sig einnig vel, strákarnir voru fyrstir í mark en voru óheppnir og gerðu ógilt. A-sveitin hjá stelpunum var í öðru sæti og B-sveitin var í 4 sæti. Takk fyrir skemmtilegt mót krakkar, kveðja Íris Dögg.