Fínn árangur á sundmóti Fjölnis
Sundmenn í ÍRB náðu fínum árangri á unglingamóti sunddeildar Fjölnis sem haldið var nú um helgina. Fyrir utan það að komast margoft á verðlaunapall náðu nokkrir sundmenn tilskyldum lágmörkum fyrir þátttöku á Íslandsmeistaramótinu í 25 m. laug sem fram fer um þarnæstu helgi í Laugardalslauginni.