Fréttir

Sund | 11. júlí 2007

Fínn árangur í sundinu

Það var flottur árangur hjá okkar fólki í morgun á Danska meistarmótinu. Birkir Már Jónsson synti vel í 50m skriðsundi og bætti sinn besta tíma um 4/10 þegar hann kom í mark á tímanum 24,76 sem skilaði honum í 23. sætið. Erla Dögg Haraldsdóttir synti yfirvegað 200m fjórsund og kom fjórða í mark á tímanum 2:27,22. Í dag keppir Erla Dögg í úrslitum í 200m fjórsundi og Birkir Már keppir í úrslitum í 100m flugsundi. 

Öll úrslit frá mótinu er að finna á  www.simgrodan.dk/live