Fréttir

Sund | 13. desember 2007

Fjáröflun

Nú vantar okkur fólk til að þrífa stigaganga í sex blokkum (12 stigagangar) á Vallarsvæðinu. Þetta eru vikuleg þrif í hverjum stigagangi. Hvað hvert foreldri/forráðamaður þarf að fara oft,  fer eftir því hvað við fáum marga foreldra í verkið. Þessi samningur er ótímabundinn en tekur gildi frá áramótum.

Ef allir foreldrar barna sem ætla að fara í æfingaferðina til Spánar taka þátt (foreldrar eldri barna geta einnig tekið þátt), þá þarf hvert foreldri/forráðamaður að mæta einu sinni á átta vikna fresti. Verkið þarf að vinna virka daga, fyrir klukkan 18:00.

Áhugasamir hringi í Önnu Maríu í síma 690 3230 eða Ástu 664 0166 fyrir 20. des.