Fréttir

Sund | 28. september 2009

Fjöldi verðlauna á Sprengimóti Óðins

Fyrsta mót vetrarins hjá afrekshópnum var Sprengimót Óðins norður á Akureyri. Vetur konungur setti svip sinn lítillega á mótið og nokkur haustbragur var á sumum sundum. Fjölmörg verðlaun unnust á mótinu og karlaliðið vann allar þær karlagreinar sem keppt var í nema eina, einnig unnu sveitir ÍRB sigur í öllum boðsundsgreinum mótsins, bæði í karla og kvennaflokki.

Hér er hægt að sjá sæti og bætingu hjá hverjum sundmanni.