Fjölmenni í Bingó
Fjölmargir gestir mættu á Bingókvöldið sem haldið var til styrktar þeim sundmönnum sem eru að fara á World Cup í Stokkhólmi nk. mánudag. Mikil gleði og ánægja ríkti meðal Bingógesta í Njarðvíkurskóla og fóru margir alsælir heim með flotta vinninga. Sunddeildin vill þakka öllum þeim sem mættu og spiluðu Bingó kærlega fyrir stuðninginn og þeim fyrirtækjum sem gáfu vinningana fyrir frábært framlag. Einnig vill deildin þakka stjórnendum Njarðvíkurskóla fyrir afnotin af salnum og Myllubakkaskóla fyrir afnotin af Bingóvélinni. Takk fyrir okkur, áfram ÍRB:-)
Ísak Dadi Ingvason með aðal vinning kvöldsins.
Hótelgistingu fyrir tvo á Hótel Keflavík út að borða á Langbest og tvo bíómiða í Sambíó.