Fréttir

Sund | 14. desember 2006

Fjölmörg met slegin í sundi

Það var svo sannarlega líf og fjör í lauginni í kvöld þegar sundfólkið okkar var að reyna við hinu ýmsu aldursflokkamet. Fjögur met lágu í valnum þegar upp var staðið en það er árangur sem við getum verið mjög stolt af. Fyrsta metið var í 4 x 200m skriðsundi drengja en þar syntu  þeir félagar Gunnar Örn Arnarson, Hermann Bjarki Níelsson, Rúnar Ingi Eðvarðsson og Ingi Rúnar Árnason á tímanum 8.51.36 en gamla metið einnig frá sveit ÍRB var 9.08.01. Met númer tvö kom hjá telpnasveitinni, einnig í 4 x200m skriðsundi en þar syntu þær stöllur Svandís Þóra Sæmundsdóttir, Jóna Helena Bjarnadóttir, Soffía Klemenzdóttir og Elfa Ingvadóttir á tímanum 9.05.28 en gamla metið hjá sveit ÍA var 9.19.21. Þriðja metið kom einnig frá telpunum okkar sem nú voru orðnar átta saman í 8 x 50m skriðsundi sem þær syntu glimrandi vel á tímanum 3.59.04 en gamla metið átti sveit KR síðan í sumar 4.04.84. Greinilega góð breidd hjá okkur og mikið af verðandi sundstjörnum. Sveitina skipuðu Elfa Ingvadóttir,Soffía Klemenzdóttir, Svandís Þóra Sæmundsdóttir, Diljá Heimisdóttir, María Halldórsdóttir, María Sigurðardóttir, Hildur Ýr Sæbjörnsdóttir og Jóna Helena Bjarnadóttir. Fjórða metið kom síðan í 4x 100m flugsundi pilta en þar syntu þeir Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Gunnar Örn Arnarson, Kristófer Arnar Magnússon og Guðni Emilson allir fanta vel á tímanum 4.09.75 en gamla metið átti sveit Ægis 4.17.02. Frábært kvöld hjá okkur. Önnur markverð sund voru: Gunnar Örn Arnarson bætti sinn fyrri árangur í 200m skriðsundi á fyrsta spretti um tæplega 2 sek og setti nýtt innanfélagsmet og synti á 2.05.78  Davíð Hildiberg Aðalsteinsson skellti sér vel undir mínútuna í 100m flugsundi þegar hann fór fyrsta sprett í sveitinni 58.75, Lilja Ingimarsdóttir bætti sinn fyrri árangur í 100m bringusundi og setti nýtt innafélagsmet þegar hún synti á 1.21.00, Elín Óla Klemenzdóttir náði lágmörkum í keppnisferð erlendis í 200m bringusundi 2.49.78, Kristinn Ásgeir Gylfason synti undir C lágmarki SSÍ í 1500m skriðsundi á 17.49.98 og Birkir Már Jónsson synti undir C1 lágmarki SSÍ í 100m baksundi þegar hann synti á 58.30. Glæsilegt kvöld krakkar. Til hamingju ! Þjálfarar og stjórnir.