Fréttir

Sund | 3. september 2007

Fjölmörg ný met í sundi

Að loknu AMÍ kom í ljós að þó nokkur innanfélagsmet höfðu fallið og birtast þau núna í nýuppfærðri metaskrá. Soffía Klemenzdóttir hefur verið fremst í flokki hvað þetta varðar.  Soffía sló alls 9 Keflavíkurmet og 7 ÍRB met bæði í telpna- og stúlknaflokknum á AMÍ. Elfa Ingvadóttir stóð sig líka einkar vel og setti fjögur Keflavíkurmet og tvö ÍRB met. Elfa er byrjuð að rita nafn sitt á toppinn á metaskránni því þar á hún orðið tvö Keflavíkurmet og eitt ÍRB met í kvennaflokki. Erla Dögg Haraldsdóttir er einnig með eitt nýtt ÍRB met sem er mjög áhugavert en það er eingöngu 0,2 sek frá gildandi Íslandsmeti Ragnheiðar Runólfsdóttur frá 1989.