Fréttir

Fjölnismótið var skrautsýning fyrir ÍRB
Sund | 4. mars 2014

Fjölnismótið var skrautsýning fyrir ÍRB

Vormót Fjölnis var haldið um síðustu helgi í Reykjavík. Stór hópur sundmanna úr ÍRB keppti á mótinu þar sem Sverðfiskar og upp úr tóku þátt og stóðu sig vel.

Það var frábært hve margir bættu tímana sína og svo voru líka sumir sem unnu verðlaun. Alls unnu sundmenn okkar 98 verðlaun (35 gull, 35 silfur og 28 brons) langflest verðlaun allra liða.

Eldri sundmennirnir tóku allir þátt áskorun sem kölluð var Katinka Hosszu áskorunin sem fólst í því að keppa í öllum greinum mótsins eða 13 greinum samtals, allar 50, 100 og 200 m greinarnar.

Björgvin Hilmarsson náði að bæta tíma sína í 12 greinum af 13 og var nálægt því að bæta sig í 200 skrið og er þetta mikið afrek. Hann vann risa toblerone fyrir þetta tobleriffic viðhorf um helgina og Jóna Halla Egilsdóttir vann lítið toblerone fyrir mestu framfarir í viðhorfi um helgina.

Íris Ósk Hilmarsdóttir og Karen Mist Arngeirsdóttir unnu bikar  fyrir hæstu FINA stig í 3 greinum samanlagt í Kvenna- og Telpnaflokki.

Innilegar hamingjuóskir til allra sem slógu met um helgina, sérstaklega til Karenar Mist sem sló Telpnamet UMFN sem Erla Dögg átti frá árinu 2002 í 50 m bringusundi og var hún aðeins 0.02 ÍRB metinu sem María Halldórsdóttir á síðan 2007 og aðeins 0.3 sek frá Íslandsmetinu. Bæði UMFN og ÍRB metin voru Íslandsmet á þeim tíma er þau voru sett.

Sundmennirnir stóðu sig almennt mjög vel miðað við í hve mörgum greinum þeir voru að keppa. Viðhorf sundmannanna í öllum hópunum var frábært og eiga þjálfararnir Ant, Eddi, Steindór og Hjördís bestu þakkir skilið fyrir frábæra vinnu um helgina.
 

Nú eru aðeins 6 vikur í ÍM50 og tími til að láta hendur standa fram úr ermum!
 

Úrslit og ný met má sjá hér fyrir neðan.

Úrslit

Vormót Fjölnis-ný met

Sunneva Dögg Friðríksdóttir   50 Skrið (50m)                  Stúlkur-Njarðvík

Karen Mist Arngerisdóttir        50 Bringa (50m)                  Telpur-Njarðvík

Eva Margrét Falsdóttir             50 Flug (50m)                  Hnátur-ÍRB

Eva Margrét Falsdóttir             50 Flug (50m)                  Hnátur-Keflavík

Eva Margrét Falsdóttir             100 Flug (50m)                  Hnátur-ÍRB

Eva Margrét Falsdóttir             100 Flug (50m)                  Hnátur-Keflavík

Kári Snær Halldórsson              200 Skrið (50m)                  Hnokkar-Njarðvík

Fannar Snævar Hauksson          100 Bak (50m)                  Hnokkar-Njarðvik

Fannar Snævar Hauksson          200 Bak (50m)                  Hnokkar-ÍRB

Fannar Snævar Hauksson          200 Bak (50m)                  Hnokkar-Njarðvik

Kári Snær Halldórsson               200 Bringa (50m)                  Hnokkar-Njarðvík

Fannar Snævar Hauksson           50 Flug (50m)                  Hnokkar-Njarðvik

Fannar Snævar Hauksson           100 Flug (50m)                  Hnokkar-Njarðvik

Fannar Snævar Hauksson           200 Flug (50m)                  Hnokkar-ÍRB

Fannar Snævar Hauksson           200 Flug (50m)                  Hnokkar-Njarðvik

Fannar Snævar Hauksson           200 Fjór (50m)                  Hnokkar-Njarðvik

María Rán Ágústsdóttir              100 Skrið (50m)                  Snótir-Njarðvík

Hafsteinn Emilsson                     100 Skrið (50m)                  Snáðar-Njarðvík

Ómar Magni Egilsson                  200 Skrið (50m)                  Snáðar-ÍRB

Ómar Magni Egilsson                  200 Skrið (50m)                  Snáðar-Keflavík

Hafsteinn Emilsson                     200 Skrið (50m)                  Snáðar-Njarðvík