Fjör á Akranesleikum
Sundráð ÍRB sendi 45 keppendur á Akranesleikana sem fram fóru í einstakri veðurblíðu á Akranesi dagana 01. - 03. júní. Mikið var um bætingar hjá okkar fólki, og voru sumir jafnvel að bæta sig um tugi sekúnda. Eitthvað virtist þó baksundið vefjast fyrir mörgum sundmanninum í sterkri sólinni. Sundmennirnir sváfu og borðuðu í skólanum og voru farastjórar og þjálfarar einstaklega stolt af þeirra snyrtilegu umgengi og prúðu framkomu. Kvöldvaka var á laugardagskvöldinu og þar var spilað Bingó. Mótið var talsvert lengra en gert var ráð fyrir í upphafi vegna gríðarlega margra skráninga, þannig að heimkomu hjá okkar fólki seinkaði talsvert. Mótshaldarar á Akranesi eiga þó hrós skilið fyrir að halda algjörlega öllum tímasetningum við keyrslu á mótinu. Mikil gleði og stemming var í rútunni, sérstaklega á heimleiðinni þrátt fyrir langa helgi. Það voru síðan dugleg og prúð en jafnframt þreytt og útitekin börn sem mættu renndu í hlaðið við Sundmiðstöðina kl. 20:00 á sunnudagskvöldinu. Fararstjórar og þjálfarar vilja þakka börnunum fyrir einstaklega ánægjulega ferð á Skagann. Áfram ÍRB.