Sund | 14. mars 2008
Fjör á Páskamóti
Mikið fjör var á Páskamóti yngri hópanna sem fram fór í Vatnaveröldinni í gær. Foreldrar, afar, ömmur og skyldmenni fjölmenntu og fylgdust með ungviðinu keppa í hinu ýmsu sundum. Sunddeildirnar vilja þakka öllum sem mættu á svæðið kærlega fyrir komuna og jafnframt óska sundmönnum og þeim sem að þeim standa gleðilegra páska.