Fjör á Sjóaranum Síkáta
Um helgina stóð UMFG fyrir Sjóaranum Síkáta - Sundmóti. Það var létt og skemmtileg stemming á mótinu, sem lauk með stakka - boðsundi, þar sem sundmennirnir þurftu að þreyta sund í sjóstökkunum. Okkar fólk lét að sér kveða og urðu þau Ólöf Edda, Baldvin, Jóhanna, Sveinn og Jóna Helena stigahæst í sínum aldursflokkum og fengu að launum eignabikara og veglega farandbikara. Auk þessi setti Ólöf Edda Keflavíkurmet í 100 bringu meyja og hugsanlega ÍRB met (eigum eftir að fá staðfesta tíma frá UMFG).