Sund | 9. mars 2009
Fjör á Vormóti Fjölnis
Vormót Fjölnis fór fram um liðna helgi í Laugardalslauginni. Eins og oft áður settu sundmenn úr ÍRB mark sitt á mótið með góðri frammistöðu. Mikið var um persónulegar bætingar og voru sundmennirnir að ná lágmörkum á AMÍ og IM-50 fyrir utan það að vinna til fjölda verðlauna.