Fréttir

Sund | 15. mars 2012

Fjórar vikur í ÍM50

Þegar fjórar vikur eru til stefnu leggja sundmenn hart að sér í undirbúningi fyrir stærsta mót ársins í langri laug.

Næstum allir sundmenn eru komnir aftur á fullt eftir umgangspestir sem hafa verið að ganga.

Það er ótrúlegt hve fljótir sundmenn eru að ná sér þegar þeir ætla sér það og frábært er að heyra að margir eru farnir að hugsa meira um að ná meiri svefni, góðri hvíld, betri næringu og meiri einbeitningu í lauginni.

Þetta sést greinilega.

Afrekshópur ætlar að vera með prufu á Sunnudaginn á SH mótinu. Sundmennirnir munu verða þreyttir en þetta mun samt gefa okkur hugmynd um hvernig æfingarnar eru að skila sér. Þó við reiknum ekki með að sundmenn syndi á neinum eldingarhraða eftir þessa viku sem hefur verið ein erfiðasta æfingavika ársins, þá er það mikilvægt fyrir þá að leggja sig fram og reyna að bæta ÍM50 start röðina sína.

Gangi ykkur öllum vel á æfingum og á mótinu um helgina!