Fjórir sundmenn hlutu styrk frá ÍSÍ.
Í hádeginu í gær hélt ÍSÍ blaðamannafund þar sem forseti ÍSÍ, Ólafur Rafnsson, formaður Afrekssjóðs, Kristrún Heimisdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, Stefán Konráðsson og sviðsstjóri afrekssviðs Andri Stefánsson kynntu úthlutun 2007 úr afrekssjóðum ÍSÍ. Okkar fólk fékk góða styrkveitingu eða alls 900.000 sem dreifðist á fjóra einstaklinga. Þessi upphæð á væntanlega á eftir að hvetja þau áfram til að ná enn betri árangri í sundlauginni. Til hamingju sundmenn, stjórn og þjálfarar.
Þeir sem hlutu styrk eru eftirtaldir:
Úr afrekssjóði ÍSÍ: Birkir Már Jónsson / eingreiðsla kr. 300.000, og Erla Dögg Haraldsdóttir/ eingreiðsla kr. 300.000,-
Úr styrktarsjóði ungra og efnilega íþróttamanna :Guðni Emilsson kr. 200.000 og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson kr. 100.000