Fréttir

Fjórir sundmenn úr ÍRB kepptu á NM
Sund | 14. desember 2015

Fjórir sundmenn úr ÍRB kepptu á NM

Fjórar sundkonur úr ÍRB, þær Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir, Stefanía Sigurþórsdóttir og Sunneva Dögg Friðriksdóttir,  kepptu á Norðurlandamótinu í sundi dagana 11. - 13. desember. Mótið var haldið í Bergen í Noregi í glænýju og flottu mannvirki. Mótið var gríðarsterkt og erfitt var að komast í úrslit. Bestum árangri okkar fólks náði Sunneva Dögg Friðriksdóttir þegar hún endaði í 4. sæti í 200m skriðsundi þar sem hún bætti sinn besta tíma um tæplega sekúndu frá ÍM 25. Reynsla af svona sterkum mótum er nauðsynleg fyrir sundfólk til þess að ná lengra í sinni grein og ljóst er að þetta mót fer í reynslubankann hjá stúlkunum og gerir þær að enn betri sundmönnum.