Fréttir

Sund | 21. mars 2010

Fjórir titlar á ÍM 50 2010

Sundfólk ÍRB vann sigur í fjórum greinum á ÍM 50 2010. Mörg góð sund litu dagsins ljós um helgina og góð stemming var hjá sundfólkinu. Þeir sundmenn liðsins sem eru að æfa í Bandaríkjunum áttu ekki heimangengt að þessu sinni og því var nokkuð kynslóðabil í liðinu okkar. Þó sérstaklega karlamegin, því liðið var einnig án Gunnars Arnar Arnarsonar sem fór nýlega í hnéaðgerð. Bjart er þó framundan hjá okkur því yngra sundfólkið okkar  var að gera fína hluti og á eftir að láta ljós sitt skína í framtíðinni. Einn sundmaður ÍRB náði lágmörkum í unglingalandslið SSÍ sem keppir í Luxemborg í apríl. Þar var á ferðinni Jóhanna Júlía Júlíusdóttir sem synti frábært 200m fjórsund og náði um leið lágmörkum í liðið.

Þeir sem urðu íslandsmeistarar voru:

Davíð Hildiberg Aðalsteinsson: 50m og 200m baksund.

Kristinn Ásgeir Gylfason: 100 og 200m flugsund.

Þeir sem unnu til verðlauna voru:

Jóna Helena Bjarnadóttir: silfur í 200m og 400m fjórsundi og brons í 200m flugsundi.

Jóhanna Júlía Júlísdóttir : Silfur í 200m baksundi og brons í 100m baksundi.

Lilja Ingimarsdóttir: Silfur í 50m, 100m og 200m bringusundi.

Ólöf Edda Eðvarðsdóttir: Brons í 200m bringusundi.

Soffía Klemenzdóttir: Silfur í 50m baksundi og brons í 200m baksundi.

Svandís Þóra Sæmundsdóttir: Silfur í 100m og 200m flugsundi.

Til hamingju með helgina sundfólk, stjórn og þjálfarar.