Fjörlegt páskamót
Páskamótið síðasta miðvikudag var bæði ánægjulegt og árangursríkt en þar kepptu 140 sundmenn í skemmtilegri 25 m sundkeppni. Sumir sundmenn kepptu líka í öðrum greinum til þess að reyna við það að ná viðmiðum í næsta hóp og það voru margir sem náðu þeim markmiðum. Haft verður samband við foreldra þeirra barna sem geta færst upp um hóp eftir páska en aðlögun hefst strax þar sem þeir sem hafa náð lágmörkum mega mæta á æfingu einu sinni í viku með nýja hópnum, þær æfignar eru merktar TS á æfingatöflu. Sundmenn á öllum aldri kepptu á mótinu, allt frá þeim yngstu sem sum voru að keppa í fyrsta sinn til þeirra elstu og voru ný met sett í öllum aldursflokkum en það elsta var frá 2004 en það sló Guðmundur Leo Rafnsson. Vel gert Guðmundur! Allir sundmenn fengu páskaegg og 10 ára og yngri fengu þáttökuverðlaun. Kærar þakkir duglegu foreldrar fyrir hjálpina, án ykkar aðstoðar væri ekki hægt að halda svona mót. Lisi yfir met og úrslit fylgja hér fyrir neðan.
Ný met á páskamóti
Kristófer Sigurðsson 25 Bak (25m) Karlar-ÍRB
Kristófer Sigurðsson 25 Bak (25m) Karlar-Keflavík
Kristófer Sigurðsson 25 Bringa (25m) Karlar-ÍRB
Kristófer Sigurðsson 25 Bringa (25m) Karlar-Keflavík
Kristófer Sigurðsson 25 Flug (25m) Karlar-ÍRB
Kristófer Sigurðsson 25 Flug (25m) Karlar-Keflavík
Sunneva Dögg Friðriksdóttir 25 Bak (25m) Konur-Njarðvík
Svanfriður Steingrímsdóttir 25 Bringa (25m) Konur-ÍRB
Svanfriður Steingrímsdóttir 25 Bringa (25m) Konur-Keflavík
Karen Mist Arngeirsdóttir 25 Bringa (25m) Konur-Njarðvík
Baldvin Sigmarsson 25 Bak (25m) Piltar-ÍRB
Baldvin Sigmarsson 25 Bak (25m) Piltar-Keflavík
Baldvin Sigmarsson 25 Flug (25m) Piltar-ÍRB
Baldvin Sigmarsson 25 Flug (25m) Piltar-Keflavík
Daníel Diego Gullien 25 Skrið (25m) Piltar-Njarðvík
Daníel Diego Gullien 25 Bringa (25m) Piltar-Njarðvík
Svanfriður Steingrímsdóttir 25 Bringa (25m) Stúlkur-ÍRB
Svanfriður Steingrímsdóttir 25 Bringa (25m) Stúlkur-Keflavík
Sunneva Dögg Friðriksdóttir 25 Bak (25m) Stúlkur-Njarðvík
Sandra Ósk Elíasdóttir 25 Flug (25m) Stúlkur-Njarðvík
Karen Mist Arngeirsdóttir 25 Bringa (25m) Telpur-Njarðvík
Tristan Þór K Wium 25 Flug (25m) Sveinar-Keflavík
Kári Snær Halldórsson 25 Bringa (25m) Hnokkar-ÍRB
Kári Snær Halldórsson 25 Bringa (25m) Hnokkar-Njarðvík
Fannar Snævar Hauksson 25 Skrið (25m) Hnokkar-Njarðvík
Fannar Snævar Hauksson 25 Bak (25m) Hnokkar-Njarðvík
Fannar Snævar Hauksson 25 Flug (25m) Hnokkar-Njarðvík
Eva Margrét Falsdóttir 25 Bak (25m) Hnátur-Keflavík
Guðmundur Leo Rafnsson 25 Skrið (25m) Snáðar-ÍRB
Guðmundur Leo Rafnsson 25 Skrið (25m) Snáðar-Njarðvík