Fréttir

Sund | 4. ágúst 2008

Fleiri Calella fréttir

Undanfarna daga höfum við tekið okkur eitt og annað fyrir hendur, á milli æfinga. Má þar meðal annars nefna strandblak, strandbolta og miðbæjarferðir. Það var til að mynda gaman að fylgjast með þeim sem fóru í strandboltann, og þá ekki síst stelpunum sem gáfu ekki þumlung eftir og tækluðu strákana grimmt.  Í dag, frídag verslunarmanna, var frí frá æfingum og fór hópurinn dagsferð í Port Aventura, sem er einn stærsti skemmtigarður Evrópu. Ferðin tókst vel í alla staða, veðrið lék við okkur að vanda og krakkanir nutu sín vel í þeim tækjum og afþreyingu sem garðurinn býður upp á.  Að lokum er mikið ánægjuefni að greina frá því að sundmennirnir okkar eru til fyrirmyndar í einu og öllu, þau standa sig vel á æfingum, fara eftir tilmælum þjálfara og fararstjóra og kunna svo sannarlega að skemmta sér og hvort öðru, glæsilegur hópur sem við erum öll stollt af. Búið er að bæta við fleiri myndum á myndasíðuna.

Þjálfarar og fararstjórar.