Sund | 13. apríl 2007
Flott byrjun á fyrsta degi í Lux
Sundmennirnir okkur byrjuðu Lux mótið með stakri prýði. Ein bronsverðlaun unnust af okkar fólki en það var Helena Ósk Ívarsdóttir sem vann þau á sínum besta tíma í 200m fjórsundi og aðrir sundmenn voru rétt við sína tíma. Helena Ósk var síðan með besta tímann í 50m bringusundi eftir undanrásirnar. Davíð Hildiberg átti mestu bætingu dagsins þegar hann kom með stórbætingu í 200m flugsundi eða rúmlega 5 sek frá því í febrúar sem dugði honum í 7. sæti. Þetta verður að teljast ný grein hjá honum og var greinilegt á síðasta 50 að honum vantar aðeins meiri reynslu. Flottur árangur hjá ykkur krakkar og haldið áfram á sömu braut. Kveðja, þjálfarar og stjórn.