Fréttir

Sund | 18. apríl 2011

Flott frammistaða á sundmóti Ármanns

ÍRB liðar gerðu góða ferð á Vormót Ármanns sem fram fór um liðna helgi.  Sundmenn ÍRB náðu fjölda AMÍ lágmarka en helsta markmið yngri sundmanna ÍRB þessa dagana er einmitt að tryggja sér þátttökurétt á Aldursflokkameistaramóti  Íslands sem fram fer á Akureyri í lok júní.  Þeir sundmenn sem sigruðu eina eða fleiri greinar á mótinu voru Björgvin Theodór Hilmarsson, Magnþór Breki Ragnarsson, Sunneva Dögg Friðriksdóttir, Ísak Daði Ingvason, Eiríkur Ingi Ólafsson, Ingi Þór Ólafsson og Sylwia Sienkiewics.  Þar að auki sigruðu boðsundssveitir ÍRB öll boðsund í 12 ára og yngri flokki.