Flottur árangur á Landsbankamótinu :-)
Flottur árangur náðist á Landsbankamóti Ármanns um helgina. 12 ára og yngri sundmennirnir okkar fóru alveg á kostum og ætla sér svo sannarlega stóra hluti á AMÍ í sumar. Þátttaka hjá eldri sundmönnunum var valfrjáls enda stutt frá meistarmótinu. Þeir sem tóku þátt í þeim flokki létu þó ekki sitt eftir liggja og stóðu sig mjög vel í sínum greinum. Jafnframt vann okkar fólk til þeirra bikara sem í boði voru á mótinu.
Þrír bikarar voru veittir á Landsbankamótinu:
Pétursbikarinn var veittur fyrir 100m skriðsund karla. Bikarinn er elsti verðlaunabikar sem er enn í umferð á landinu, en hann var fyrst veittur árið 1909. Verðlaunahafi að þessu sinni var Árni Már Árnason ÍRB sem synti á tímanum 51.28.
Erla Dögg Haraldsdóttir ÍRB, hreppti hina tvo bikarana fyrir 100m skriðsund kvenna sem hún synti á tímanum 57.97 og stigahæsta einstaklingssundið samkvæmt stigatöflu FINA, er hún synti 100m flugsund á tímanum 1:02.42 og hlaut 767 stig.