Flottur fyrirlestur Jóhanns Inga
Fyrirlestur Jóhanns Inga í síðustu viku var vel sóttur. Jóhann Ingi fjallaði meðal annars um hvað hugarfar einstaklings skiptir gríðarmiklu máli. Við veljum ekki allt sem við tökumst á við, hvorki á æfingum, í vinnu eða almennt í lífinu. Aftur á móti hefur maður val um jákvætt hugarfar eða neikvætt. Það skiptir öllu máli að að tileinka sér jákvætt hugarfar, ganga glöð til æfinga og leiks og sjá fyrir okkur árangur og persónulega sigra. Íþróttir, ekki síst sundíþróttin, er kjörin vettvangur til að þjálfa með sér jákvætt hugarfar og metnað, sem leiðir okkur á sigurbraut í sundlauginni og í lífinu. Stjórnin er fyrir sitt leiti gríðalega stolt af sundmönnum, þjálfurum og foreldrum í ÍRB, einmitt og ekki síst þar jákvætt hugarfar og metnaður er einkennandi fyrir allt okkar starf ... og við viljum alltaf gera betur og betur og betur með metnað, léttleika og samvinnu að leiðarljósi. Áfram ÍRB!