Fréttir

Sund | 27. maí 2008

Foreldrafundur Akranesleikar !!

Kæru sundmenn/ foreldrar !

Breyting – Breyting  !!!
 
Foreldrarfundur  á morgun kl. 21:00 í K-húsinu, skyldumæting.
 
Vegna þess hvernig aldursdreifingin á hópnum okkar liggur þá ætlum við að breyta skipulagi á ferðinni á Akranesleikana.  Farið verður á laugardagsmorgni og lagt af stað heim heim eftir hádegismat á sunnudegi, verð ferðarinnar mun því breytast í samræmi við það. Ferðin er fyrir sundmenn fædda “99 og eldri, þ.e. 9 ára og eldri sem ekki keppa á AMÍ. júní. Þeir sundmenn sem áður höfðu sagt að þeir gætu ekki farið geta því endurskoða sína afstöðu og foreldrar geta skilað afrifunni á foreldrafundinum. Hvort við förum með rútu eða ekki verður einnig ákveðið á fundinum.