Foreldrafundur hjá yngri sundhóp ÍRB
Kæru foreldrar/forráðamenn
Mánudaginn 24. september kl. 18:45 verður haldinn foreldrafundur í K – húsinu við Hringbraut. Ýmis mál verða rædd svo sem upphaf nýs sundárs, mótafyrirkomulag, æfingafyrirkomulag og þættir tengdir því, æfinga- og keppnisferðir, félagsþátturinn og annað sem upp kann að koma.
Það er mjög mikilvægt að foreldrar sjái sér fært að mæta þannig að þeir verði meðvitaðir um það markverðasta sem verður á döfinni hjá börnunum þeirra sundárið 2007 – 2008. Fundinum lýkur í síðasta lagi kl. 20.