Foreldrafundur vegna Landsbankamóts
Nú er komið að foreldrafundi vegna Landsbankamóts. Allir sem eiga barn sem syndir á Landsbankamótinu eru hér með boðaðir á fund 2. maí kl. 19:30 í K-húsinu við Sunnubraut.
Það er mjög mikilvægt að hver sundmaður eigi fulltrúa á fundinum.
Meðfylgjandi eru punktar úr bréfi sem sent var í apríl um mótið og þau störf sem þarf að vinna á mótinu.
Senn líður að Landsbankamóti ÍRB. Þetta er okkar mót þar sem félög annars staðar af landinu koma til að taka þátt í einu stærsta móti ársins. En til af þessu móti geti orðið þurfum við að vinna saman - allir foreldrar sundmanna. Þetta er því þannig að allir sem eiga sundmann í ÍRB þurfa með einhverjum hætti að koma að mótahaldinu. Dæmi um störf sem þarf að vinna fyrir utan dómara og tæknistörf sem eru sérhæfð þá þarf: riðlastjóra (raða sundmönnum upp fyrir hverja grein og riðil), fólk til að sjá um morgun-, hádegis- og kvöldmat, vaktir í skóla, hlaupara (fara úr tækniherbergi til dómara með úrslit og hengja upp), þul, fólk í sjoppu, undirbúa skóla og sundlaug á föstudegi, ganga frá eftir mót í sundlaug og skóla, flaggara, hópstjóra fyrir sundmenn (sér um ávexti á bakka fyrir sundmenn) o.fl.
Í tengslum við Landsbankamót munum við líka halda okkar árlega lokahóf þar sem verða veittir Ofurhugar og viðurkenningar fyrir góðan árangur. Þar þurfum við hóp foreldra til að undirbúa salinn, panta skemmtiatriði og ganga frá eftir lokahóf.
Hlökkum til að sjá ykkur öll á fundinum 2. maí