Fréttir

Frá SH móti
Sund | 26. mars 2013

Frá SH móti

 

Síðastliðna helgi kepptu flestir í elstu hópunum á SH mótinu. Það voru margar mismunandi ástæður af hverju sundmenn kepptu á þessu móti. Fyrir meira reyndari sundmenn var þetta mót eingöngu til að athuga hvernig æfingarnar ganga og keppa þrátt fyrir að þeir væru þreyttir. Núna er meirihluti sundmanna í erfiðum æfingum og að ná nálægt besta tíma svona þreyttur er góður árangur. Sumir náðu meira að segja sínum bestu tímum hingað til. Margir yngri sundmennirnir voru að reyna að bæta við greinum fyrir ÍM50 eða jafnvel ná inn í fyrsta skipti eða bara synda eins vel og þeir gátu og ná sínum bestu tímum.

Það voru nokkur sund sem stóðu upp úr þessa helgi. Birta María og Íris Ósk settu ný ÍRB met og Keflavíkurmet og Sunneva, Eydís Ósk og Sigmar Marijón settu ný UMFN met. Það er líka frábært að sjá aðra sundmenn mjög nálægt innanfélagsmetum og jafnvel Íslandsmetum og enn 9 mánuðir eftir af árinu.

Þrír sundmenn náðu inn á ÍM50 og bætast í hóp þeirra sem þegar hafa náð. Þetta eru þau Björgvin, Matthea og Rakel. Til hamingju!

Nú eru aðeins 2 vikur í ÍM og við óskum öllum velfarnaðar í lokaundirbúningnum.

Hér má sjá úrslit frá SH mótinu.