Frábær árangur
Sundmennirnir okkar eru að gera það sérlega gott um þessar mundir. Því nú þegar hafa þrír sundmenn náð lágmörkum í Unglingalandslið SSÍ til þátttöku á Norðurlandameistaramóti unglinga sem fram fer í Færeyjum í byrjun desember. Fyrir tveimur vikum þá náði Davíð Hildiberg Aðalsteinsson lágmarki í 100m baksundi og á Stórmóti SH sem hófst í kvöld þá bættust tvær nýjar í hópinn.Það eru þær Jóna Helena Bjarnadóttir og Soffía Klemenzdóttir, en báðar náðu þær lágmörkum í 400m fjórsundi. Eingöngu hafa þrír sundmenn náð lágmörkum fyrir mótið. Þeir eru allir frá okkur og eiga bara eftir að verða fleiri.