Fréttir

Frábær árangur í dag á ÍM50
Sund | 11. apríl 2013

Frábær árangur í dag á ÍM50

 

Gull, silfur, tvö brons, fjögur 4. sæti og EYOF lágmörk fyrsta kvöldið!

ÍRB átti frábært fyrsta kvöld á ÍM50. Það var skrýtið að sjá ekki nokkra af okkar bestu sundmönnum í lauginni en þeir sem voru á staðnum stóðu sko algjörlega fyrir sínu og af 13 sundum voru 11 betri en í morgun.

Ólöf Edda tók af skarið og vann gull í 200m flugsundi áður en hún þaut heim á lokakvöldverð í skólanum. Hún náði að slá tímann sinn sem hún náði á Olympíudögum æskunnar árið 2011 og sýndi svo um munaði að hún er komin aftur á gott skrið með stigvaxandi á æfingum. Til hamingju Ólöf!

Í sömu grein vann Erla brons en hún var á sjúkrahúsi á mánudaginn og náði samt að bæta tímann sinn um 3 sek sem sýnir hvað jákvætt viðhorf getur haft mikil áhrif. Við erum stolt af þessari ungu stúlku og hún hefur þurft að yfirvinna margt í þessari viku til að geta synt þrjú frábær sund í dag.

Sylwia synti líka í þessari grein og bætti tímann sinn aftur frá því í morgun og nú um 4 sek og varð fjórða. Vá!!!

Í 200m fjórsundi sýndu tveir Olympíufarar styrk sinn og börðust um 1. sætið og náðu frábærum tímum. En baráttan um 3. sætið var á milli okkar sundmanna, þeirra Írisar Óskar og Jónu Helenu. Að lokum hafði Íris sigurinn með aðeins 0,13 sek mun og bætt tímann sinn frá því í morgun um 4 sekúndur. Svanfríður lauk þessari grein í 8. sæti og bætti sekúndu við bætinguna frá því í morgun sem var 6 sekúndur.

Vel gert stúlkur.

Lokagreinin fyrir stúlkurnar var sögulegt sund í 800m skriðsundi. Birta María var sterk á fyrstu 100 metrunum en eftir 400m var Birta þriðja, Aleksandra fjórða og Sunneva fimmta. Stelpurnar tóku sig svo sannarelga á á seinni hlutanum og Birta vann sig upp í annað sæti og fékk silfur og nálgaðist fyrsta sætið með hverri ferð. Og Aleksandra vann líka á sinn keppinaut í hverri ferð og varð fjórða þar sem munaði litu á henni og þeirri í þriðja sæti.

Birta setti ÍRB og Keflavíkurmet en Jóna Helena átti það áður og var það frá 2009. Sunneva náði bæði Njarðvíkur telpumetinu og konumetinu en Erla Dögg átti það og var það frá 2008.

Sunneva varð fimmta og náði frábærum besta tíma og náði lágmörkum í landslið á EYOF í Hollandi á þessu ári. Hamingjuóskir til ykkar allra þriggja, frábær sund og allt bestu tímar! Eydís sem aðeins er 12 ára synti líka mjög vel og var aðeins 3 sek frá sínum besta tíma sem hún náði fyrir 2 vikum. Jóna Helena synti í morgun í 800m skriðsund og varð í 6. sæti þegar allt er talið.

Hjá strákunum voru plúsar og mínusar eins og svo oft gerist í þess sundi. Kristófer sem var svo sterkur í morgun synti á sama tíma núna í kvöld en var ekki að finna sig. En Kristófer er með frábært viðhorf og hann orð voru: Ég náði ekki takmarki mínu núna en ég mun ná því. Frábært. Kristófer náði 5. sæti og Jón Ágúst varð áttundi og bætti aftur tíma sinn frá því í morgun, samtals 3 sekúndur í dag.

Alexander átti mjög gott sund í úrslitunum í 100m baksundi og bætti tímann um sekúndu frá í morgun. Hann varð sjötti. Það er frábært að sjá hann aftur í keppni. Einar sem átti ekki gott sund í morgun og fór allt of hratt af stað í fyrrhluta sundsins í 200m fjórsundi fékk annað tækifæri í kvöld. Og hann nýtti það vel. Hlustaði á fyrirmælin, lagaði keppnisáætlun sína og lauk sundinu í sjöunda sæti á sínum besta tíma. Vel gert!

Að lokum kepptu ungu drengirnir okkar, Eiríkur, Björgvin, Daníel og Ingi í boðsundi og bættu tímann um 3 sekúndur og hlutu fjórða sætið. Þar með græddu þeir fullt af stigum fyrir strákana í Keppni kynjanna.

Eftir fyrsta daginn þá leiða stúlkurnar Keppni kynjanna en eins og við höfum séð á undanförnum árum getur allt gerst?

Á morgun keppa stúlkurnar í 200m baksundi, 400m skriðsundi, 200m bringusundi, 100m skriðsundi og 4x200m skriðsundi boðsundi. Strákarnir keppa í 200m bringusundi, 100m skriðsundi, 200m flugsundi og 1500m skriðsundi. Þetta verða mörg spennandi sund, það er öruggt!