Fréttir

Sund | 13. desember 2011

Frábær árangur Ólafar Eddu á Norðurlandameistaramóti unglinga

Sundlið ÍRB átti þrjá fulltrúa í unglingalandsliði Íslands sem tók þátt í Norðurlandameistaramóti unglinga um liðna helgi. Þetta voru þær Aleksandra Wasilewska, Jóhanna Júlía Júlíusdóttir og Ólöf Edda Eðvarðsdóttir.  Ólöf Edda hlaut silfurverðlaun í 200 metra bringusundi og bronsverðlaun í 400 metra fjórsundi þar sem hún gerði sér lítið fyrir og bætti Íslandsmetið í telpnaflokki um tæpar fjórar sekúndur.  Þess má geta að Ólöf Edda er á fyrra ári í sínum aldursflokki á þessu móti.  Jóhanna Júlía komst í úrslit í öllum sínum sundum og synti rétt við sína bestu tíma.  Aleksandra synti 800 metra skriðsund og var aðeins frá sínum tíma.

Myndin er af stúlkunum þremur sem tóku þátt og með þeim á myndinni eru Kristófer og Jón Ágúst sem einnig voru valdir til þátttöku ásamt Gunnar Erni en þeir þrír gátu ekki verið með að þessu sinni.