Frábær byrjun á ÍM - 25 í sundi
Fimmtudagurinn byrjaði vel þar sem úrslit voru í tveimur greinum. Þar unnu til bronsverðlauna Jóna Helena Bjarnadóttir og Rúnar Ingi Eðvarðsson og settu þau jafnframt bæði innanfélagsmet. Alls voru 13 sund synt á fimmtudeginum og þar af bættu sundmennirnir sig í 12 sundum. Að loknum föstudeginum höfum við synt 43 sund og þar af 34 þar sem um persónulegar bætingar var að ræða. Í dag, föstudag, unnum við til þriggja gullverðlauna, Davíð Hildiberg Aðalsteinsson stal senunni í dag með tveimur frábærum sundum annars vegar synti hann 100 metra skriðsund á 50,80 sem er geysigóður tími og hins vegar synti hann 50 metra baksund á 25,96 sem er næst besti árangur sem Íslendingur hefur náð, einungis Örn Arnarson hefur synt á betri tíma. Kristinn Ásgeir Gylfason vann þriðju gullverðlaun ÍRB með með ákaflega vel útfærðu 200 metra flugsundi þar sem hann synti á 2:12,26. Aðrir sem unnu til verðlauna í dag voru Soffía Klemenzdóttir sem hlaut silfurverðlaun í 200 metra flugsundi á nýju Keflavíkur og ÍRB meti ásamt því að ná lágmarki á NMU. Í sama sundi hlaut Lilja María Stefánsdóttir bronsverðlaun og setti í leiðinni Njarðvíkurmet. Guðni Emilsson hlaut silfurverðlaun í 100 metra fjórsundi og bronsverðlaun í 50 metra baksundi. Lilja Ingimarsdóttir krækti sér í bronsverðlaun í 200 metra bringusundi og Gunnar Örn Arnarson synti gott 200 metra bringusund og hlaut silfurverðlaun og náði í leiðinni lágmarki á NMU. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir setti fjögur Keflavíkur og ÍRB met með flottu sundi í 200 metra bringusundi. Boðsundssveit karla sló botninn í daginn með silfurverðlaunum í 4*50 metra skriðsundi. Meira gott í vændum á morgun.
Sundkveðjur, sundmenn, þjálfarar og fararstjórar.