Fréttir

Sund | 30. júlí 2008

Frábær dagur í Calella

Enn aftur vöknuðum við upp við fagran fuglasöng í þrjátíu stiga hita. Morgunæfingin gekk að vanda vel fyrir sig og að henni lokinni skelltum við okkur á ströndina, sem er vel að merkja í nokkurra skrefa fjarlægð frá hótelinu. Á ströndinni var feikna stemning, krakkarnir hafa verið dugleg við að fjárfesta í vindsængum og uppblásnum bátum sem komu í góðar þarfir. Ströndin er þrifaleg og hugguleg og sjórinn hreinn. Í þessum "töluðum orðum" erum við að gera okkur klár til að dást að einum besta töframanni heimsins ... að sögn þeirra í "lobbíinu". Hér að neðan eru skemmtilegar myndir, en fleiri myndir eru komnar á myndasíðuna. Hjartans kveðjur, þjálfarar og fararstjórar.