Frábær frammistaða á Tyr móti
Mótið síðustu helgi var alveg frábært hjá ÍRB sundmönnum. Bæði yngri og eldri hópar stóðu sig mjög vel og voru margir að bæta tíma sína og ná sér í dýrmæta keppnisreynslu.
Hápunkturinn var þegar þær Anika Mjöll Júlíusdóttir, Stefanía Sigurþórsdóttir, Jóhanna Matthea Jóhannesdóttir og Klaudia Malesa sem allar æfa hjá Edda settu Íslandsmet í 4x50 fjórsundsboðsundi í meyjaflokki. Þær bættu eldra met um tvær sekúndur en það met átti önnur boðsundsveit út ÍRB síðan á síðasta ári. Myndin af þeim er síðan á Blikamóti fyrr á árinu þegar þessar sömu stúlkur unnu gull, silfur og tvo brons í 50 skrið. Hér er á ferðinni funheitt ungt sundlið!
Verðlaunabikara hlutu þau Sunneva Dögg (2 sæti Telpur) Eydís Ósk (3 sæti Telpur) og Ingi Þór (2 sæti Drengir). Á mótinu keppti danskt sundlið og fóru flest verðlaun til þeirra enda afar sterkir sundmenn þar á meðal. Okkar elstu sundmenn fá að njóta þeirrar reynslu að æfa með danska liðinu næstu helgi.
Margir voru að ná markmiðum sem þeir höfðu sett sér og enn bættist í hóp þeirra sem náð hafa lágmörkum á komandi mót eins og t.d. ÍM25 og Euromeet.
Þeir sem náð hafa á Norðurlandameistaramót unglinga (NMU) úr ÍRB eru:
Birta María Falsdóttir
Íris Ósk Hilmarsdóttir
Sunneva Dögg Friðriksdóttir
Ólöf Edda Eðvarðsdóttir
Svanfriður Steindgrímsdóttir
Kristófer Sigurðsson
Baldvin Sigmarsson
Þröstur Bjarnason
og nokkrir eru mjög nálægt því .
Til hamingju öll með árangurinn um helgina, úrslitin er hægt að skoða hér.
Met sem slegin voru um helgina:
Íris Ósk Hilmarsdóttir 200 Skrið (25m) Stúlkur-ÍRB
Íris Ósk Hilmarsdóttir 200 Skrið (25m) Stúlkur-Keflavík
Íris Ósk Hilmarsdóttir 50 Bak (25m) Stúlkur-ÍRB
Íris Ósk Hilmarsdóttir 50 Bak (25m) Stúlkur-Keflavík
Sunneva Dögg Friðriksdóttir 200 Bak (25m) Telpur-Njarðvík
Aníka Mjöll Júlíusdóttir 50 (Bak) 25m) Meyjar-Njarðvík
Eva Margrét Falsdóttir 50 Skrið (25m) Snótir-ÍRB
Eva Margrét Falsdóttir 50 Skrið (25m) Snótir-Keflavík
Eva Margrét Falsdóttir 100 Skrið (25m) Snótir-ÍRB
Eva Margrét Falsdóttir 100 Skrið (25m) Snótir-Keflavík
Eva Margrét Falsdóttir 100 Fjór (25m) Snótir-ÍRB
Eva Margrét Falsdóttir 100 Fjór (25m) Snótir-Keflavík
Aníka Mjöll Júlíusdóttir 4 x 50 Fjór (25m) Meyjar-Íslands
Stefanía Sigurþórsdóttir
Jóhanna Matthea Jóhannesdóttir
Klaudia Malesa
Aníka Mjöll Júlíusdóttir 4 x 50 Fjór (25m) Meyjar-ÍRB
Stefanía Sigurþórsdóttir
Jóhanna Matthea Jóhannesdóttir
Klaudia Malesa