Frábærar framfarir í langsundi á Langsundmóti ÍRB
Um síðustu helgi fór fram eitt af okkar árlegu langsundmótum. Sundmenn í eldri hópum og Háhyrningar kepptu á mótinu. Flestir voru að bæta tíma sína umtalsvert og var virkilega gaman að sjá það.
Sunneva Dögg synti undir ÍRB metinu en var því miður dæmd ógild fyrir að hreyfa sig á pallinum. Þetta getur hent jafnvel bestu sundmennina. Sunneva synti undir 18 mín í 50 m laug í fyrsta sinn og var aðeins nokkrar sek frá Íslandsmetinu í Stúlknaflokki en hún mun örugglega stefna á að ná því á næsta stórmóti.
Til hamingju sundmenn með góðann árangur og kærar þakkir til þeirra foreldra sem gerðu mótið mögulegt.
Langsundsmót-ný met
Guðrún Eir Jónsdóttir 1500 Skrið (50m) Stúlkur-Njarðvík
Kári Snær Halldórsson 200 Skrið (50m) Hnokkar-Njarðvík
Kári Snær Halldórsson 400 Skrið (50m) Hnokkar-Njarðvík