Fréttir af aðalfundi sunddeildar
Aðalfundur sunddeildarinnar var haldinn í gærkvöldi, mánudag 28. janúar. Í stuttu máli má segja að árið 2007 var gott ár fyrir sunddeildina og báru fundarstörf þess merki. Þær breytingar voru gerðar á stjórn, að Níels lét af störfum sem varaformaður eftir 7 ára farsæla stjórnarsetu. Við það tilefni var Níels heiðraður sérstaklega fyrir frábær störf fyrir deildina. Við sama tækifæri var Anna María, betri helmingur Níelsar, jafnframt heiðruð fyrir frábær störf. Það má með sanni segja að þau tvö hafi í störfum sínum fyrir sunddeildina og sundíþróttina hér í bæ sýnt feikna kraft og eljusemi síðastliðin áratug, eða svo. Stjórn sunddeildarinnar kann þeim báðum hjartans þakkir fyrir og við væntum þess vitaskuld að njóta starfskrafta þeirra áfram, þó svo að Níels sitji ekki lengur á stjórnarbekk. Sigurbjörg Róbertsdóttir tekur við sem varaformaður, í stað Níelsar, og nýjir stjórnarmenn eru hjónin Falur Helgi Daðason og Elín Rafnsdóttir og bjóðum við þau innilega velkomin til stjórnarstarfa. Aðrar breytingar urðu ekki á stjórn, hér gefur að líta lista yfir meðlimi nýkjörinnar stjórnar og ársskýrslu fráfarandi stjórnar sem lögð var fyrir fundinn í gær. Meðfylgjandi mynd var tekin af þeim Níelsi og Önnur Maríu, þegar þau tóku við þakklætisvotti frá Guðmundi fyrir vel unnin störf.