Fréttir frá Belgrad, Serbíu
Þau Gunnar Örn Arnarson, Soffía Klemenzdóttir og Svandís Þóra Sæmundsdóttir keppa þessa dagana á Olympíudögum Evrópuæskunnar sem fram fara í Belgrad, Serbíu. Gunnar Örn og Soffía hafa synt aðeins frá sínum bestu tímum, en Svandís hefur keppni í einstaklingsgreinum á morgun. Hins vegar komst Soffía í B-úrslit í 200 metra fjórsundi en gerði ógilt í úrslitasundinu. Það er frí hjá keppendum í dag. Burtséð frá keppninni sjálfri þá er það helst í fréttum að hitinn hefur farið upp í heilar 48 gráður í Belgrad, en það er heldur að sljánka í hitanum og ,,er einungis 35 stiga hiti í dag”. Hægt er að fylgjast með úrslitum mótsins á aquasport.is.