Fyrirlestur með Jóhanni Inga Gunnarssyni
Fimmtudaginn 11. október ætlar hinn kunni íþróttasálfræðingur Jóhann Ingi Gunnarsson að heimsækja okkur og halda fyrirlestur um eitt og annað sem snýr að því að auka og viðhalda metnaði, áhuga og sitthvað fleira í þeim dúr. Fyrirlesturinn mun fara fram á sal Holtaskóla og mun hann hefjast kl. 19:30.
Það er skyldumæting fyrir sundmenn, en einnig eru foreldrar boðnir velkomnir á fyrirlesturinn.
Sundkveðjur, stjórn og þjálfarar