Fréttir

Sund | 11. nóvember 2010

Fyrsta degi á ÍM25 lokið

Íslandsmeistaramótið í 25 metra laug hófst í dag. Sundmennirnir okkar mættu á farfuglaheimilið í Laugardalnum stundvíslega klukkan 15:00. Í ár keppa 30 sundmenn á mótinu. Góð stemning er í hópnum eins og vanalega og eru sundmennirnir mjög vel stemdir. Synt var í fjórum greinum í dag og var synt til úrslita í tveimur, 800 metra skriðsundi kvenna og 1500 metra skriðsundi karla. Miklar bætingar voru hjá krökkunum í dag og stóðu allir sig mjög vel. Það er gaman að segja frá því að í hvert sinn sem þau stungu sér til sunds þá bættu þau sig. Í 800 m skriðsundi kvenna endaði Jóna Helena Bjarnadóttir í 3. sæti  á tímanum 9.16.96. Eygló Ósk Gústafsdóttir var í 1. sæti á tímanum 8.54.13 og í 2. sæti  var Inga Elín Cryer á 9.01 57. Til hamingju Jóna Helena. Einnig var synt í undanrásum í 100 metra fjórsundi karla og kvenna og voru krakkarnir að bæta sig en úrslitasundin í þeim sundum verða synt í fyrramálið. Í kvennaflokki eigum við þar þær Soffíu, Jóhönnu og Ólöfu Eddu en í karlaflokki er Kjartan Hrafnkelsson í úrslitum.