Fréttir

Sund | 11. nóvember 2011

Fyrsta degi á ÍM25 lokið

Nú er fyrsta degi á ÍM25 lokið. Krakkarnir voru að standa sig gríðarlega vel í dag og voru þeir flestir að stórbæta sína fyrri tíma og margir voru að bæta ÍRB met. Jóna Helena endaði í 2.sæti í 800 metra skriðsundi. Þröstur bætti ÍRB met drengja í 800 og 1500 metra skriðsundi en strákurinn bætti sig um heilar 48 sekúndur. Jón Ágúst bætti Keflavíkurmetið í 800 og 1500 metra skriðsundi. Baldvin bætti ÍRB met drengja í 100 metra fjórsundi og svo bættu konurnar og piltarnir ÍRB metið í 4x200 metra skriðsundi boðsundi. Frábær árangur hjá sundmönnunum okkar og vonandi verða næstu dagar jafn góðir. Við viljum minna á facebook síðuna okkar en linkurinn er hér á heimasíðunni okkar og einnig á að hægt er að fylgjast með beinum úrslitum á mótinu hér http://www.sundsamband.is/servlet/IBMainServlet/?ib_page=347