Fyrsta Speedomót ÍRB
Fyrsta Speedomót ÍRB fór fram í Vatnaveröld 31. október sl. Mótið er nýbreytni á sundmarkaðnum, en það er eingöngu fyrir sundmenn 12 ára og yngri og er bara einn dagur. Hugsunin með því er að sundmenn geti keppt í mörgum greinum án þess að þeir og foreldrar þeirra þurfi að eyða allri helginni á sundlaugarbakkanum. Mótið gekk í alla staði mjög vel og voru þau sundfélög sem mættu til okkar afar ánægð með mótið og alla framkvæmd þess. Þau sundfélög sem kepptu á mótinu voru, Ármann, Breiðablik, ÍA, Stjarnan og ÍRB. ÍRB átti 87 sundmenn á þessu móti og er gaman að segja frá því að, í fyrsta skipti í langan tíma þá voru nánast jafnmargir strákar og stelpur að keppa. Hlutföllin voru 43 strákar og 44 stelpur. Gaman að sjá að það sé að fjölga í strákahópunum. Sundmennirnir okkar voru að standa sig gríðarlega vel, og settu þrjá ungar stúlkur sex ný innanfélagsmet. Eva Margét Falsdóttir hélt áfram að bæta metum í safnið en hún setti bæði Keflavíkur- og ÍRB met í bæði 100m flugsundi og 200m bringusundi. Þórhíldur Ósk Snædal setti Njarðvíkurmet í 200m baksundi og Thelma Lind Einarsdóttir setti Njarðvíkurmet í 50m baksundi, allar þessar stelpur eru í flokki 10 ára og eiga sannarlega framtíðina fyrir sér eins og sést á árangrinum. Í framhaldi af Speedomótinu þá héldum við lagmarkamót þar sem sundmenn reyndu við lágmörk fyrir ÍM 25. Þar gerði Birna Hilmarsdóttir sér lítið fyrir og náði lágmörkum bæði fyrir ÍM 25 og Lyngby í 400m skriðsundi.