Glæsileg fyrirmynd!
Erla Dögg lætur ekki bara til sín taka í lauginni, heldur tekur hún líka námið með stæl og útskrifaðist á dögunum frá FS með hæstu einkunn á stúdentsprófi! Frábært Erla Dögg, þú ert svo sannarlega glæsileg fyrirmynd sem sýnir fram á að það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi.
