Glæsilegt Íslandsmet hjá Erlu Dögg í Canet
Erla Dögg Haraldsdóttir náði þeim glæsilega árangri á sundmóti í Canet í Frakklandi í morgun að setja hvoru tveggja Íslandsmet og ná Olympíulágmarki. Þetta gerðist í 200 metra bringusundi þar sem Erla synti vegalengdina á 2:32,49 sem er tæplega tveggja sekúndna bæting á 17 ára gömlu meti Ragnheiðar Runólfsdóttur. Erla Dögg syndir til úrslita í dag þar sem hún endaði í 5. sæti í undanrásunum í morgun. Þetta er þriðja Olympíulágmark Erlu Daggar fyrir var hún búin að ná lágmörkum í 200 m. fjórsundi og 100 m. bringusundi.
Inniglegar hamingjuóskir Erla Dögg og Steindór, stjórn og þjálfarar